top of page
Search
Writer's pictureHrund Guðmundsdóttir

Afhverju Klettagjá

Árið 2014 fengu tvær konur í Hveragerði klikkaða hugmynd. Hei ættum við að gefa út bæjarblað í Hveragerði í fæðingarorlofinu?? Uhh já gerum það.... hvað á það að heita?.... hummmmmm Sjáðu alla þessa krumma.... KRUMMINN!

Ég og Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir vorum í göngutúr í algjörri brjóstaþoku með ungana okkar í kerrununum. Báðar elskum við bækur og höfum áhuga á textagerð. Dagskráin á suðurlandi kom inn um lúguna og fannst okkur skortur á fréttum og skemmtiefni úr litla bænum okkar. Við sáum tvær um allt sem viðkom Krumma útgáfunni. Við tókum myndir og allskonar viðtöl, ég hannaði og myndskreytti og Ellen sá um pappírsvinnuna (þetta sem hönnuðuðir og listamenn vilja alls ekki koma nálægt) o.s.frv. Einnig tókum við við aðsendum greinum og öðru efni sem bæjarbúar vildu koma að.

Svo breyttust aðstæður og Ellen flutti úr bænum okkar og ég fór aftur að sinna hönnunarvinnunni og tókum við okkur pásu frá útgáfunni. Ég tók svo Klettagjá að mér fyrir verkefnin mín.

Ég sakna þessa frábæra samstarfs og þegar ég skoða blöðin okkar sé ég hvað við vorum fáránlega duglegar að hamast í þessu milli brjóstagjafa og bleyjuskipta. Og hver veit nema Krumminn vakni úr dvalanum einhverntíma aftur.





14 views0 comments

Recent Posts

See All

Ég er risaeðla

Fann allskonar gamalt dót sem ég hef búið til plaköt, bæklinga og auglýsingar ofan í kistu. Hef gert svo mörg logo í gegnum tíðina og bjó...

Comments


bottom of page