top of page
Search
  • Writer's pictureHrund Guðmundsdóttir

Ég er risaeðla

Fann allskonar gamalt dót sem ég hef búið til plaköt, bæklinga og auglýsingar ofan í kistu. Hef gert svo mörg logo í gegnum tíðina og bjó til sér síðu með þeim. Get ekki sagt að mér finnist þau öll til fyrirmyndar eða fögur en gaman að hafa þau öll á sama stað. Þetta er samt bara lítið brot þar sem ég get ekki opnað lengur floppy diskana og zip-diskasafnið mitt en þar eru einhverjar gersemar.


Held ég geri líka sér síðu með gömlu auglýsingunum mínum en fann gulnað ansi skrautlegt úrklippusafn. Ég sakna þess þegar maður fékk nægan tíma til að vinna heilsíðu. Hugmyndavinna, ljósmyndari og stílisti og tökustaður ákveðið í góðu teymi. Síðan valið úr myndunum með ljósmyndaranum og hönnunarstjóra. Svo þegar myndin loksins kom úr framköllun og skönnun hófst púsluspilið með myndum og texta. Þegar kúnninn, sem stóð yfirleitt fyrir aftan hönnuðinn í lok dags ásamt hrúgu af öðru fólki, textamanni, tengli o.fl, sagði þetta er flott. Var auglýsingin sett á fjóra floppy diska (hver litur á einn disk) og sent í Offsetþjónustuna í filmuvinnslu og þaðan í Moggann (sem var búinn að hringja í okkur vitstola af stressi mörgum sinnum).

Svo gat ég ekki sofnað af áhyggjum að eitthvað væri að auglýsingunni, t.d að myndin yrði svartur kassi eða alvarleg villa í texta……. good times (fyrir utan andvökunæturnar).


Núna fá teiknarar símtal eða bara skilaboð eftir hádegi (skil kl.16). Heyrðu geturðu hent upp heilsíðu með þessum texta hérna og þú finnur einhverja góða mynd með? - ætti ekki að taka þig meira en klukkutíma kannski einn og hálfan…..

Merkjasúpuna mína má sjá hér

5 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page